Matti til Start og framlengir við FH "staðfest" |
Árni Rúnar Karlsson Fös, 17. febrúar 2012 |
|
Þá er það orðið staðfest að fyrirliði okkar FH-inga Matthías Vilhjálmsson gengur til liðs við Start í Noregi. FH og Start komust að samkomulagi um eins árs lánssamning með ákvæði um kaupsamning og þegar það var ljóst flaug Matti út og stóðst læknisskoðun.
Matti hefur einnig framlengt samning sinn við FH um eitt ár þannig að hann er samningsbundinn FH til loka árs 2013.
Það er ljóst að Matta verður sárt saknað enda verið frábær fyrirliði jafnt innan vallar sem utan en það kemur maður í manns stað eins og einhver sagði. Við óskum Matta velfarnaðar í Noregi og vonum innilega að honum eigi eftir að ganga frábærlega og snúa svo aftur til FH seinna meir.
|