Tweets

Fótbolti.net

http://www.fhingar.net/web/components/com_gk3_photoslide/thumbs_big/123314amath.jpglink

Scouting Report - Erlendu leikmennirnir á reynslu

Ég ásamt nokkrum meðlimum Mafían-Ultras skelltum okkur á leik Breiðabliks og FH í Fífunni.  Í þessum leik voru 4 leikmenn að spila sinn fyrsta leik fyrir fimleikafélagið.  Það voru þeir Lesa meira..
Scouting Report - Erlendu leikmennirnir á reynslu
 
Að una ekki niðurstöðu en lifa með henni
Mán, 12. janúar 2015    Árni Rúnar Karlsson   

Nú styttist í ársþing KSÍ og því ekki seinna vænna en að koma frá sér málum sem hvílt hafa á mönnum, má með sanni segja að ekki sé seinna vænna. Það er á ársþingi sem félögin hafa tækifæri á að koma fram með tillögur um breytingar á lögum KSÍ sem og öðru því sem færa má til betri vegar. Þessi skrif mín eru undanfari á því að við FH-ingar viljum fá fram breytingar á því hvernig tekið er á málum bæði hjá aga-og úrskurðarnefnd sem og áfrýjunardómstól KSÍ. Það stenst ekki nútíma vinnubrögð að aðilar fái ekki að verja sig sem og að þeir aðilar sem ásaka félög og einstaklinga þurfi ekki að gera grein fyrir máli sínu.


 


Scouting Report - Erlendu leikmennirnir á reynslu
Mán, 12. janúar 2015    Jónas Ýmir Jónasson   

Ég ásamt nokkrum meðlimum Mafían-Ultras skelltum okkur á leik Breiðabliks og FH í Fífunni.  Í þessum leik voru 4 leikmenn að spila sinn fyrsta leik fyrir fimleikafélagið.  Það voru þeir Alain-Pierre Mendy, Jeremy Serwey, Amath Diedhiou og Hlynur Atli sem var hjá Þór í fyrra.  Ætla hér að skrifa nokkur orð um það sem ég sá af þessum leikmönnum í leiknum.

 


Atli Viðar áfram hjá FH!
Fös, 28. nóvember 2014    Árni Rúnar Karlsson   

Þær frábæru fréttir voru að berast að framherjinn Atli Viðar Björnsson hefur skrífað undir nýjan samning við FH, en samingurinn er svokallaður 1ár+1ár samningur. Atli var eðlilega gríðarlega eftirsóttur af öðrum liðum hérlendis en ákvað á endanum að vera áfram hjá FH. Atli gekk til liðs við FH árið 2000 og hefur verið afar farsæll leikmaður hjá FH.

Við á FHingar.net sem og aðrir fögnum þessu gríðarlega. 

 


Takk Guðjón!
Lau, 08. nóvember 2014    Árni Rúnar Karlsson   
Eins og greint var frá í dag þá hefur Guðjón Árni ákveðið að ganga til liðs við Keflavík á nýjan leik. Guðjón gekk til liðs við FH árið 2012 frá Keflavik og lék 37 leiki fyrir félagið í mótum á vegum KSÍ auk þess að koma tuðrunni 6 sinnum í markið. Við hér á FHingar.net viljum þakka Gauja fyrir góð kynni og óskum honum velfarnaðar í Sunny Kef
 


Takk Óli Palli!
Mið, 29. október 2014    Árni Rúnar Karlsson   

Eins og greint var frá í dag þá hefur Ólafur Páll Snorrasson ákveðið að ganga til liðs við uppeldisfélag sitt Fjölnir og gerast spilandi aðstoðarþjálfari liðsins. Óli Palli gekk fyrst til liðs við FH árið 2004 til 2008 og svo aftur árið 2009 þar til nú. Óli hefur spilað 146 leiki fyrir FH í mótum á vegum KSÍ og skoraði í þeim 18 mörk auk fjölda evrópuleikja og annara leikja.

 

Við stuðningsmenn FH viljum þakka Óla Palla fyrir frábæran tíma hjá FH og óskum honum góðs gengis í Grafarvoginum.

 

 Takk Óli!

 

 


Áramótakveðja frá Formanninum
Lau, 03. janúar 2015    Árni Rúnar Karlsson   
Okkur barst áramótakveðja frá formanni knd FH. Vegna fría birtist hann ekki fyrr en núna en við hvetujum alla til þess að leggjast í lestur. Smellið á lesa meira til þess að sjá pistilinn. 
 
 


FH kaupir Þórarinn Inga af ÍBV
Þri, 25. nóvember 2014    Árni Rúnar Karlsson   

Þórarinn Ingi Valdimarsson hefur skrifað undir 4 ára samning við FH. Þórarinn Ingi gengur til liðs við FH frá uppeldisfélagi sínu ÍBV þar sem hann hefur spilað 133 leiki og skorað í þeim 20 mörk. Þórarinn Ingi hefur einnig spilað í atvinnumennsku hjá Sarpsborg í Noregi en einnig á Þórarinn Ingi að baki leiki með yngri landsliðum Íslands ásamt því að hafa verið í hópi A - landsliðsins nú á haustmánuðum. Þórarinn er á 24 aldursári.

Í samtali við FHingar.net sagði Guðlaugur Baldursson aðstoðarþjálfari FH að menn þar á bæ væru gríðarlega ánægðir með komu Þórarins.

Við hér á FHingar.net tökum undir þessi orð og bjóðum Þórarinn hjartanlega velkominn í Kaplakrika!

 


Hver er Finnur Orri ?
Lau, 08. nóvember 2014    Brynjar Freyr Jónasson   

Við hér á FHingar.net höfðum samband við Finn Orra Margeirsson nýjasta leikmann FH og lögðum fyrir hann nokkrar spurningar. Smellið á fréttina til þess að sjá hvað Finnur Orri hafði að segja.

 

 

 


Finnur Orri til liðs við FH
Fös, 24. október 2014    Árni Rúnar Karlsson   

FHingar.net geta staðfest að Finnur Orri Margeirsson hefur skrifað undir 3 ára samning við knd FH. Finnur Orri kemur frá uppeldisfélagi sínu Breiðabliki þar sem hann á að baki 163 leiki í meistaraflokki. Finnur Orri hefur einnig leikið 10 leiki fyrir U21 landslið Íslands, 9 fyrir U19 og 9 fyrir U17. Í samtali við FHingar.net sagði Birgir Jóhannsson framkvæmdastjóri knd FH að menn væru gríðarlega ánægðir með þessa niðurstöðu og að menn bindi miklar vonir við komu Finns Orra. Við hér á FHingar.net tökum undir þessi orð og hlökkum til að sjá Finn Orra í FH búning á vellinum.

 


Síða 1 af 94
Vefhönnun | Steinþór Kristinsson